Forsíða arrow Gervihnattarásir á íslandi arrow Gervihnattarásir sem eru í boði á Íslandi

Gervihnattarásir sem eru í boði á Íslandi

Á íslandi er hægt að nálgast fjölda gervihnattarása í stafrænum myndgæðum og viðtaka þeirra krefst 85-150 cm. disks auk gervihnattamóttakara, LNB nema og kapla.

Helsti kostur gervihnattasjónvarps liggur í framúrskarandi myndgæðum, gríðarlegu rásavali og möguleika á fjölda frírra sjónvarpsrása.  Vinsælasta gervihnattalausnin á íslandi er án efa breska SKY sjónvarpsstöðin en það er áskriftarsjónvarp með mánaðarlegu gjaldi sem íslensk fyrirtæki hafa miligöngu um að innheimta.  Vegna höfundarréttarsamninga má ekki selja SKY utan Bretlandseyja en engu að síður eru þúsundir íslendinga með fasta áskrift.  Þá eru um 80 fríar rásir á SKY.

Hér eru grunnupplýsingar um gervihnattarásir sem íslendingar geta náð og tengingar á dagskrárefni. Athugið að allir gervihnettir senda út bæði fríar rásir og rásir sem krefjast afruglunarbúnaðs af einhverju tagi. Afruglunarbúnaður getur verið afar breytilegur eftir sjónvarpsrásum en Loftnetstækni getur haft milligöngu um að útvega viðeigandi lausnir í hvert sinn.

Eftirfarandi gervihnettir nást á íslandi.

Astra1 er á 19,2 gráðum austur og sendir út þýskar sjónvarpsrásir.  Viðtaka krefst 120 cm. disks.

Astra2 er á 28,2 gráðum austur og sendir út SKY og mikinn fjölda enskumælandi sjónvarps og útvarpsrása. Viðtaka krefst 85 cm. disks.

Eurobird1 er á 28,5 gráðum austur og sendir út Sky Digital auk þýskra rása. Viðtaka krefsts 100 cm. disks.

Thor er á 0.8 gráðum vestur og sendir út norðurlandarásir í miklu úrvali auk fjölda frírra BBC rása. Thor sendir einnig út RÚV og Canal Digital og næst með 100-120 cm. disk.

HotBird er á 13 gráðum austur og sendir út blöndu af frönskum, ítölskum, pólskum og spænskum stöðvum og næst með 120 cm. disk.

Intelsat 10-2 er á 68,5 gráðum austur og sendir út skandinavískt og enskt efni sem næst með 120 cm. disk.

Hispasat 1C/1D er á 30 gráðum vestur og sendir út efni frá sunnanverðri evrópu o.fl.

Sirius4 er á 4,8 gráðum austur og sendir út efni frá t.d. austur evrópu.

Eutelsat W3A er á 7 gráðum austur og sendir út blöndu evrópskra rása.

Eutelsat W2 er á 16 gráðum austur og sendir út blöndu evrópskra rása.

Arabsat er á 26 gráðum austur og sendir út efni á arabísku

Polls

Á hvaða stöðvum færðu bestu myndgæðin